Nýjast á Local Suðurnes

Malbika langan kafla Reykjanesbrautar á morgun

Mal­bik­un á um 1.300 metra kafla á Reykja­nes­braut fer fram á morg­un, þriðju­dag­inn 20. maí. Áætlað er að fram­kvæmd­irn­ar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00 sama dag. 

Verður hægri ak­rein milli Straums­vík­ur og Hvassa­hrauns í austurátt, lokuð vegna fram­kvæmd­anna. 

Í til­kynn­ingu seg­ir að há­marks­hraði verði lækkaður og viðeig­andi merk­ing­ar og hjá­leiðir verði sett­ar upp.

Veg­far­end­ur eru beðnir um að virða merk­ing­ar og hraðatak­mark­an­ir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög ná­lægt akst­urs­braut­um.