Malbika langan kafla Reykjanesbrautar á morgun

Malbikun á um 1.300 metra kafla á Reykjanesbraut fer fram á morgun, þriðjudaginn 20. maí. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 08:00 til kl. 18:00 sama dag.
Verður hægri akrein milli Straumsvíkur og Hvassahrauns í austurátt, lokuð vegna framkvæmdanna.
Í tilkynningu segir að hámarkshraði verði lækkaður og viðeigandi merkingar og hjáleiðir verði settar upp.
Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.