Nýjast á Local Suðurnes

Hlut­hafar United Sil­icon hafa að öllum lík­indum tapað eign­ar­hlut sínum

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Ljóst er að leggja þarf United Silicon í Helguvík til aukið fé, svo bæta megi búnað og aðstöðu verksmiðjunnar þannig að hún stand­ist þau fram­leiðslu­mark­mið og þær gæða­kröfur sem settar hafa ver­ið. Þetta kemur fram í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í dag.

Arion banki er langstærsti lánveitandi United Silicon, með átta millj­arða króna útistand­andi við félag­ið, þar með talið lánslof­orð og ábyrgð­ir. Nið­ur­færslu­þörf á þeim lánum er enn óljós og háð fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu United Sil­icon. Í árshlutaskýrslunni kemur einnig fram að ljóst sé að núver­andi hlut­hafar United Sil­icon hafa að öllum lík­indum tapað eign­ar­hlut sínum í félag­inu, lán­veit­endur þess munu þurfa að gefa eftir hluta af kröfum sínum og aukið fjár­magn þarf til svo að starf­semi verk­smiðj­unnar haldi áfram.