Hækka laun sviðstjóra hjá Reykjanesbæ um 122 þúsund krónur á mánuði
Laun sex sviðsstjóra Reykjanesbæjar munu hækka um 8,9% á næstunni. Eftir hækkun verða laun sviðstjóra sveitarfélagsins um ein og hálf milljón króna á mánuði.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í svari við fyrirspurn Suðurnes.net að launahækkun sviðstjóra sé til komin vegna launa starfsfólks í sömu stöðum annarsstaðar á landinu og sé til þess fallin að jafna laun þeirra á við laun sviðstjóra annarra sveitarfélaga.
Miðflokkurinn í Reykjanesbæ greindi frá því í pistli á Fésbókarsíðu sinni að samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem nú er til umræðu sé hækkunin 122.000 krónur á mánuði eða 8,9%.