sudurnes.net
Hækka laun sviðstjóra hjá Reykjanesbæ um 122 þúsund krónur á mánuði - Local Sudurnes
Laun sex sviðsstjóra Reykjanesbæjar munu hækka um 8,9% á næstunni. Eftir hækkun verða laun sviðstjóra sveitarfélagsins um ein og hálf milljón króna á mánuði. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir í svari við fyrirspurn Suðurnes.net að launahækkun sviðstjóra sé til komin vegna launa starfsfólks í sömu stöðum annarsstaðar á landinu og sé til þess fallin að jafna laun þeirra á við laun sviðstjóra annarra sveitarfélaga. Miðflokkurinn í Reykjanesbæ greindi frá því í pistli á Fésbókarsíðu sinni að samkvæmt fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar sem nú er til umræðu sé hækkunin 122.000 krónur á mánuði eða 8,9%. Meira frá SuðurnesjumRæða launahækkanir sviðsstjóra á þriðjudag – Ólíklegt að hækkanir verði dregnar til bakaHeitar umræður í bæjarstjórn um hækkun launa sviðsstjóra – “Getur skaðað mig pólitískt”FöstudagsÁrni: Sama hvað þú gerir… Ekki kreista bólu bólfélagaLöggan heldur úti FAQ-síðu – Erfitt fyrir lögreglumenn að fela lögreglubíl við hraðamælingarMikill áhugi á Græna iðngarðinum í HelguvíkSkemmdarvargar gjöreyðilögðu bifreið í ReykjanesbæBæjarstjóri telur að nú sé tæki­færi til að lækka álög­ur á íbúaHaldlögðu mikið magn af landa og sterumYfir 150 viðburðir skráðir á Ljósanótt – Sex daga hátíðarhöldElvar Már verðmætasti leikmaður Barry háskóla