Gul viðvörun – Búast má við slæmum akstursskilyrðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir Suðvestan 13-20 m/s og éljagangi eða snjókomu á morgun fimmtudag. Gul veðuviðvörun tekur gildi fyrir Suðurnesjasvæðið klukkan sex í fyrramálið.
Samkvæmt vef Veðurstofunnar þa búast má við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.




















