Nýjast á Local Suðurnes

Gjaldþrot WOW-air mikið högg en hefur ekki áhrif á framtíðar­horf­ur Airport Associates

Sigþór Krist­inn Skúla­son, for­stjóri Airport Associa­tes, segir í samtali við mbl.is Airport Associa­tes muni standa storm­inn af sér. Fé­lagið búið að vera í rekstri í 21 ár og stoðir þess sterk­ar. Þjón­usta við WOW air hef­ur verið mjög stór hluti af starf­semi fyrirtækisins.

„Þjón­usta við WOW air hef­ur verið mjög stór hluti af okk­ar starf­semi. Þetta er ekki langt frá 50 pró­sent­um af starf­sem­inni,“ seg­ir Sigþór Krist­inn.

„Við erum líka að þjón­usta mjög mörg af þeim öðrum fé­lög­um sem fljúga til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Þetta kem­ur því ekki til með að hafa áhrif á framtíðar­horf­ur fyr­ir­tæk­is­ins en að sjálf­sögðu er þetta mikið högg,“ seg­ir hann.