Gjaldþrot WOW-air mikið högg en hefur ekki áhrif á framtíðarhorfur Airport Associates
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir í samtali við mbl.is Airport Associates muni standa storminn af sér. Félagið búið að vera í rekstri í 21 ár og stoðir þess sterkar. Þjónusta við WOW air hefur verið mjög stór hluti af starfsemi fyrirtækisins.
„Þjónusta við WOW air hefur verið mjög stór hluti af okkar starfsemi. Þetta er ekki langt frá 50 prósentum af starfseminni,“ segir Sigþór Kristinn.
„Við erum líka að þjónusta mjög mörg af þeim öðrum félögum sem fljúga til Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur því ekki til með að hafa áhrif á framtíðarhorfur fyrirtækisins en að sjálfsögðu er þetta mikið högg,“ segir hann.