Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar á KEF

Aukning virðist vera í flugi til og frá landinu um þessar mundir, en 20 flug eru á áætlun fyrir föstudag. Undanfarið hafa um 15 vélar lent á vellinum daglega.

Sem fyrr er Icelandair með flestar ferðir á dagskrá, en lággjaldaflugfélögin Wizz og easyJet virðast vera að bæta nokkuð hressilega í, samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.