Fimmtán ára félagar á rúntinum um miðja nótt

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í nótt 15 ára ökumann sem hafði boðið tveimur félögum sínum á rúntinn. Rætt var við foreldra drengjanna og málið tilkynnt til barnaverndarnefndar.
Þá hafa allmargir ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum, að því er fram kemur í tilkynningu.
Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um ölvunarakstur og var því handtekinn og færður á lögreglustöð.