Nýjast á Local Suðurnes

Fimm yfir þremur að stærð á hálftíma

Fimm jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst á Reykjanesi frá því klukkan átta í morgun.

Sá stærsti mældist klukkan 8:09, 3,7 að stærð og fannst vel fyrir honum víða á Suðurnesjum. Flestir skjálftarnir hafa mæst NA af Stóra-Skógfelli, samkvæmt töflu Veðurstofunnar.