Nýjast á Local Suðurnes

Fara fram á fangelsisrefsingu í máli Geirmundar – Reyndi að varpa ábyrgð á und­ir­menn

Farið er fram á tveggja ára fang­els­is­refs­ingu í máli Geir­mund­ar Krist­ins­son­ar, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra Spari­sjóðsins í Kefla­vík, sem ákærður var fyr­ir umboðssvik. Þetta kom fram í mál­flutn­ingi Helga Magnús­ar Gunn­ars­son­ar vara­rík­is­sak­sókn­ara, í Hæsta­rétti í morg­un.

Frá þessu er greint á vef mbl.is, en þar kemur fram að ekki væri hægt, að mati saksóknara, að mæla með mild­un refs­ing­ar á þeim for­send­um að Geir­mund­ur hefði gert grein fyr­ir brot­um sín­um og geng­ist við þeim, enda hefði hann reynt að varpa allri ábyrgð á und­ir­menn sína.

Í ákæru sagði að Geir­mund­ur hefði stefnt fé spari­sjóðsins í veru­lega hættu þegar hann fór út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga með því að veita einka­hluta­fé­lag­inu Duggi 100 millj­óna króna yf­ir­drátt­ar­lán 16. júní 2008.