Nýjast á Local Suðurnes

Engin slys á fólki þegar flugvél lenti með brotinn hjólabúnað

Byrjað er að hleypa farþegum flugvélar sem lenti á Keflavíkurflugvelli með brotinn hjólabúnað frá borði og gengur það vel þrátt fyrir mikinn vind.

Flugvélin er á flugbrautinni þar sem hún lenti. Eftir að farþegum hefur verið hleypt frá borði verður farið að undirbúa flutning flugvélarinnar af flugbrautinni.

Samkvæmt yfirlýsingu frá Icelandair urðu engin slys á fólki. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð og Rannsóknarnefnd samgönguslysa er farinn af stað til að rannsaka málið.