Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta á Strandarheiði – Þrír fluttir á slysadeild

Bíl­velta varð á Strand­ar­heiði mitt á milli Kefla­vík­ur og Reykja­vík­ur klukk­an rúmlega 17 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu voru þrír einstaklingar flutt­ir á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar en meiðsl þeirra eru ekki tal­in al­var­leg.

Samkvæmt vef Morgunblaðsins voru sjúkra­bíl­ar bæði frá höfuðborg­ar­svæðinu og frá Bruna­vörn­um Suður­nesja sendir á vettvang þar sem slysið var á miðja veg­u milli Suðurnesja og Reykjavíkursvæðisins.