Bílvelta á Strandarheiði – Þrír fluttir á slysadeild

Bílvelta varð á Strandarheiði mitt á milli Keflavíkur og Reykjavíkur klukkan rúmlega 17 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír einstaklingar fluttir á slysadeild til aðhlynningar en meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg.
Samkvæmt vef Morgunblaðsins voru sjúkrabílar bæði frá höfuðborgarsvæðinu og frá Brunavörnum Suðurnesja sendir á vettvang þar sem slysið var á miðja vegu milli Suðurnesja og Reykjavíkursvæðisins.