Ástralskur markvörður til Keflavíkur

Ástralski markvörðurinn Jonathan Mark Faerber hefur gert tveggja ára samning við Keflavík, sem leikur í Pepsí-deildinni næsta sumar og mun því veita Sindra Kristni Ólafssyni samkeppni um markmannsstöðu liðsins.
Faerber er á þrítugasta aldursári, lék með Reyni Sandgerði í 3. deildinni í fyrra og spilaði alla 18 leiki liðsins.