Nýjast á Local Suðurnes

Allt að 40% ódýr­ara vín í Frí­höfn­inni

Verðmun­ur á vín­flösk­um í ÁTVR og Frí­höfn­inni get­ur numið allt að 40% og í krón­um talið er hann mest 1.700 krón­ur.

Þetta kem­ur fram í frétt um verðkönn­un Túrista. Á vefnum má finna ná­kvæma sund­urliðun, en þar seg­ir að sala á létt­víni hafi auk­ist á kostnað bjórs­ins eft­ir að regl­um um toll­frjáls­an inn­flutn­ing flug­f­arþega var breytt í júní 2016.

Sam­kvæmt verðkönn­un­inni var verðbilið að jafnaði 28%. Minnsti verðmun­ur­inn var á Chateau Can­tenac Brown, um 18,7%, en mest­ur á Glen Car­lou Haven Ch­ar­donnay, eða 40%.