Nýjast á Local Suðurnes

Samúel Kári kominn á ról – Lék sinn fyrsta deildarleik með Vål­erenga

Samúel Kári - Mynd: Valerenga

Samú­el Kári Friðjóns­son lék sinn fyrsta deild­ar­leik fyr­ir aðallið Vål­erenga í norsku efstu deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld. Samú­el Kári kom inná á 65. mín­útu þegar Vål­erenga gerði marka­laust jafn­tefli við Brann í 15. um­ferð deild­ar­inn­ar.

Samú­el Kári gekk til liðs við Vål­erenga frá Rea­ding í fyrra­sum­ar, en hann sleit kross­band á einni af sín­um fyrstu æf­ing­um með Vål­erenga. Samú­el Kári fékk því langþráðar mín­út­ur með Vål­erenga í leikn­um í kvöld, segir á vef mbl.is.