Nýjast á Local Suðurnes

Nesbúegg veitti Sunddeild Þróttar veglega gjöf

Nesbúegg frá Vogum færði sunddeild Þróttar veglega gjöf á dögunum sem mun styrkja starf deildarinnar.  Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar segir í tilkynningu að þessi gjöf muni koma sér gríðarlega vel fyrir deildina og auka ánægju iðkenda sem eru u.þ.b. 30 talsins. Nesbúegg sem hefur verið öflugur styrktaraðili Þróttara undanfari ár og að þessu sinni með því að gaf fyrirtækið froskalappir fyrir alla iðkendur.

Baldvin Hróar Jónsson markaðsstjóri hjá Nesbúeggjum segir að það sé mikilvægt að styðja við bakið á íþróttalífinu í bæjarfélaginu og a’ Nesbúegg vildi með þessum hætti styðja við bakið á félaginu og auka ánægju yngri iðkenda. Ekki megi gleyma forvarnargildinu.

„Þróttarar hafa verið að gera frábæra hluti í knattspynunni uppá síðkastið og við viljum taka þátt í þessum uppgangi og ætlum að styðja við bakið á sundinu til að koma fleiri greinum á kortið í sveitarfélaginu,“ sagði Baldvin Hróar.