Vilhjálmur atkvæðamikill í púlti

Grindvíkingurinn Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur verið afar afkastamikill í ræðupúlti alþingis undanfarið, en samkvæmt úttekt Eyjunnar hefur kappinn flutt 120 ræður og veitt 220 andsvör. Allt í allt hefur hann talað í 1178,27 mínútur eða í 19,6 klukkustundir á yfirstandandi þingi.
Vilhjálmi vantar ekkert rosalega mikið uppá að ná ræðudrottningunni, Bryndísi Haraldsdóttur, sem einnig er þingmaður Sjálfstæðisflokks, en hún hefur talað í 1300,14 mínútur eða 21,7 klukkustundir. Þetta afrekaði hún meðal annars með 165 ræðum og 284 andsvörum.