Yfir 100 dansarar af Suðurnesjum mættir til Spánar á Dance World Cup

Yfir 100 ungmenni af Suðurnesjum eru mætt á Dance World Cup, stærstu alþjóðlegu danskeppni heims fyrir börn og ungmenni, sem haldin verður í borginni Burgos á Spáni dagana 3.–12. júlí. Ungmennin taka þátt í keppninni sem hluti af íslenska landsliðinu.
Dansararnir koma úr danshópunum Team Danskompaní og Ungleikhúsið í Reykjanesbæ og munu stíga á svið ásamt þátttakendum víðsvegar að úr heiminum.
Á mótinu er mjög hörð keppni hæfileikaríkra dansara í öllum dansstílum, þar á meðal ballett, nútímadans, jazz, tap, söng- og dansi, street/hip hop og þjóðdansi en lögð er sérstök áhersla á hópdansa til að sem flest börn fái tækifæri til að taka þátt.
Markmið mótsins er að koma saman dönsurum frá öllum heimshornum og skapa langvarandi vináttu. Á hverju ári sækjast yfir 120.000 keppendur eftir því að tryggja sér þátttökurétt á mótinu, þannig að samkeppnin er gríðarlega hörð.