Nýjast á Local Suðurnes

Kaupa kísilverið af Arion banka

Verksmiðja Stakksbergs í Helguvík

Reykja­nes In­vest­ment ehf. hefur fest kaup á fast­eign­um og lóðum kísilverksmiðjunnar í Helgu­vík af Arion banka . Kaup­verð er trúnaðar­mál.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ari­on banka. Þar seg­ir jafn­framt að um nokk­urra ára skeið hafi Ari­on banki leitað kaup­enda að Helgu­vík með það mark­mið að þar geti byggst upp ann­ars kon­ar starf­semi.

Reykja­nes In­vest­ment erum stefnir að því að þróa og end­ur­skipu­leggja svæðið undir atvinnustarfsemi.