Nýjast á Local Suðurnes

Veittu hóp­ferðabif­reið eft­ir­för á Reykjanesbraut

Lög­reglu­menn mældu hóp­ferðabif­reið aka á 116 km hraða á Reykja­nes­braut á þriðja tím­an­um í nótt, en þar er há­marks­hraði 90 km á klst. Ökumaður­inn stoppaði ekki þrátt fyr­ir að lög­regl­an gæfi merki og var hon­um því veitt eft­ir­för þar til hann stöðvaði akst­ur­inn.

Að sögn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu var bílstjóranum gert ljóst að skýrsla yrði rituð um málið.