Nýjast á Local Suðurnes

Vara við hálku og slæmu skyggni á Reykjanesbraut

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Vegagerðin varar við hálku og snjóþekju á vegum á Suðurlandi, þar á meðal á Reykjanesbraut. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að ástandið gæti orðið slæmt á á milli kl. 15 og 17, en þá kemur til með að snjóa nokkuð drjúgt suðvestanlands í fremur hægum vindi.

Bakki gengur yfir til norðurs og hlánar í kjölfar hans. Með ofankomunni dregur úr skyggni, og hægir á umferð á Höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess, segir á vef Vegagerðarinnar.