Umferðartafir á Reykjanesbraut eftir að eldur kom upp í flutningabíl

Einhverjar umferðartafir verða á Reykjanesbraut nú seinnipartinn eftir að eldur kom upp í flutningabíl við Hvassahraun.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins mun slökkvistarfi ljúka innan skamms en þá á eftir að draga bílinn af vettvangi.