Nýjast á Local Suðurnes

Þyrla kölluð út til leitar að fólki

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út og er yfir gossvæðinu í Geldingadal við leit að fólki.

Þyrlan fór í loftið frá Reykjavík klukkan 08:25, samkvæmt frétt Vísir og verður hún við leit eins lengi og þurfa þykir og á meðan skyggni er með þeim hætti að hægt sé að leita með þyrlu úr lofti.

Steinar Þór Kristinsson sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík segir að nú sé einn mannlaus bíll eftir í grennd við gosstöðvarnar. Hann sé á erlendum númerum. Ekki sé vitað hversu margir komu mögulega með bílnum.