Nýjast á Local Suðurnes

Teknir með kannabisfræ í tösku og kókaín í vasanum

Ökumaður sem stöðvaður var í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina reyndist vera með kannabisfræ í tösku. Farþegi í bílnum var jafnframt með kókaín í úlpuvasa sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum.

Ökumaðurinn var á meðal nokkurra sem teknir voru úr umferð í umdæminu um helgina. Annar ökumaður, grunaður um fíkniefnaakstur, ók jafnframt sviptur ökuréttindum.