Nýjast á Local Suðurnes

Taka þúsundkallinum fagnandi

Stjórn Reykjaneshafnar ræddi bréf og greiðslu sem barst frá Fiskistofu á síðasta fundi sínum, en um er að ræða greiðslu frá stofnuninni sem er hlutur Reykjanesbæjar í sérstöku strandveiðigjaldi til hafna sem innheimt var standveiðitímabilið í maí til ágúst.

Hlutur Reykjanesbæjar nam 1.170 krónum og fagnar stjórn Reykjaneshafnar viðkomandi tekjustofni sem í mörgum tilfellum styður við rekstur hafnarsjóða sem það hljóta þó hlutur Reykjaneshafnar sé ekki stór, segir í fundargerð.