Nýjast á Local Suðurnes

Stopp á strætó vegna veðurs

DCIM100MEDIADJI_0035.JPG

Ferðum strætó um Reykjanesbæ hefur verið aflýst það sem eftir er dags vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bus4u, sem hefur með rekstur strætó að gera í sveitarfélaginu.

Það sama gæti verið uppi á teningnum á morgun, fimmtudag, og er fólki bent á að fylgjast með á samfélagsmiðlum fyrirtækisins.