Nýjast á Local Suðurnes

Skoða möguleika á lúxusrútuferðum frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar

Ferðaþjónustufyrirtækið Grey Line skoðar nú möguleikann á að bjóða upp á rútuferðir frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar. Þannig telur fyrirtækið að koma megi til móts við þá farþega sem erindi eiga norður.

„Hug­mynd­in er að ferðirn­ar verði í tengsl­um við kom­ur og brott­far­ir á Kefla­vík­ur­flug­velli síðdeg­is. Við telj­um að við þurf­um að byrja með a.m.k tvær ferðir í viku, síðdeg­is til Ak­ur­eyr­ar og að norðan að morgni dags,“ er haft eft­ir Þóri Garðars­syni, fram­kvæmda­stjóra sölu- og markaðssviðs Gray Line, í til­kynn­ingu.

„Með þessu móti gætu farþegar verið komn­ir til Ak­ur­eyr­ar fyr­ir miðnætti sama dag og þeir lenda. Á sama hátt gætu þeir náð síðdeg­is­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli sama dag og þeir leggja af stað frá Ak­ur­eyri,“ seg­ir Þórir.

Í til­kynn­ingu seg­ir að Gray Line muni leggja áherslu á að ferðalagið verði þægi­legt og ánægju­legt og leggja til leiðar­inn­ar lúx­usrút­ur úr flota fyr­ir­tæk­is­ins.

Treysta á samstarf við flugfélög og ferðaskrifstofur

Að mati Gray Line geta bein­ar rútu­ferðir milli Kefla­vík­ur­flug­vall­ar og Ak­ur­eyr­ar stuðlað að lengri dvöl ferðamanna fyr­ir norðan og verið ákjós­an­leg­ur val­kost­ur fyr­ir þá sem eiga aðeins er­indi þangað og ætla ekki að stoppa á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Til að þetta geti gengið upp þurfa flug­f­arþegar að vita af þess­um val­kosti. Gray Line treyst­ir því á góða sam­vinnu og sam­starf við flug­fé­lög og ferðaskrif­stof­ur, ef af þessu verk­efni verður,“ seg­ir í til­kynn­ingu.