Nýjast á Local Suðurnes

Rauði krossinn fær um 200 milljónir króna vegna aðstoðar við hælisleitendur

Fjöldi hælisleitenda býr á á Ásbrú

Rauði krossinn fær um 200 milljónir króna frá íslenska ríkinu vegna aðstoðar við flóttamenn og hælisleitendur, en um 80 sjálfboðaliðar á vegum samtakanna sinntu félagsstarfi fyrir hælisleitendur undir lok síðasta árs.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ársskýrslu samtakanna, en þar kemur fram að langstærstu verkefni Rauða krossins innanlands varða hælisleitendur og flóttafólk, en Rauði krossinn sinnir talsmannaþjónustu fyrir hælisleitendur á stjórnsýslustigi samkvæmt samningi við íslenska ríkið.

Rauði krossinn sinnir einnig félagslegu hjálparstarfi fyrir hælisleitendur og leitast við að halda viðburði fyrir hælisleitendur sem mæta þörfum og áhugasviði sem flestra, auk þess starfa lögfræðingar og verkefnastjórar í félagslegu starfi með hælisleitendum og vinna saman í teymum sem hefur gefið góða raun, en lögð er áhersla á heildræna nálgun hvað varðar þau réttindi og þá þjónustu sem hverjum hælisleitenda er nauðsynleg.