Nýjast á Local Suðurnes

Rafvæða strætó í Reykjanesbæ

Fyrstu fjórir King Long 100% rafmagnsstrætisvagnarnir hafa verið afhentir til Bus4u í Reykjanesbæ og verður sá fyrsti tekinn í notkun um helgina.

Um er að ræða einn King Long PEV9, 9 metra strætisvagn með 284kW rafhlöðu ásamt þremur King Long PEV12, sem eru 12 metra strætisvagnar með 429kW rafhlöðum.

BUS4U er að taka stórt skref í átt að umhverfisvænum almenningsvögnum með þessari fjárfestingu og mun nýta þessa vagna í verkefni á Reykjanesi, segir í tilkynningu frá Véltindum, umboðsaðila King long.

Vagnarnir eru með mjög góðri drægni og hleðslugetu, en hægt er að hlaða allt að 260kW/h í einu.

BUS4U er öflugt hópferðarfyrirtæki sem eru með fjölbreytta hópferðarstarfsemi allt frá litlum hópbílum upp í rekstur stærstu gerðir af hópbílum og strætisvögnum.

Sævar Baldursson, eigandi Bus4u, segir merkis tímamót vera hjá hjá fyrirtækinu þar sem það fagnar tuttugu ára starfsafmæli og því sérstaklega ánægjulegt að ná að fagna tímamótunum með því að taka þessa umhverfisvænu King Long strætisvagna í notkun.

Myndir: Facebook / Bus4u