Nýjast á Local Suðurnes

Óvíst hvort Nettó opni á ný í Grindavík

Óvíst er hvort verslun Nettó í Grindavík opni á ný, en versluninni var lokað í kjölfar jarðhræringa árið 2023. Þetta kemur fram í ársskýrslu Samkaupa fyrir síðasta ár, og fjallað var um í Viðskiptablaðinu á dögunum.

Í ársskýrslunni er bent á að verslun félagsins í Grindavík hafi verið lokuð allt rekstrarárið 2024. Félagið segir óvíst hvort eða hvenær verslunin verður opnuð aftur. Bókfært virði fastafjármuna í Grindavík var 113 milljónir í árslok 2024 og bókfært virði vörubirgða var 41 milljón.

„Stjórnendur telja eignirnar að fullu tryggðar og reikna með að fá þær bættar að frádreginni sjálfsábyrgð. Því hafa eignirnar ekki verið færðar niður á árinu,“ segir í skýrslunni.