Nýjast á Local Suðurnes

Mikið tap hjá Samkaupum

Verslun Nettó við Krossmóa

Samkaup, sem rekur verslanir undir merkjum Nettó, Kjörbúðarinnar, Krambúðarinnar og Iceland, um allt land, tapaði tæplega 910 milljónum króna árið 2024, samanborið við 268 milljóna króna hagnað árið 2023.

þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins, en þar segir einnig að rekstrartekjur samstæðunnar hafi numið 41,6 milljörðum króna og dregist saman um 1,8% frá fyrra ári. Framlegð af vörusölu nam 10,2 milljörðum, eða 24,5% af tekjum, sem er lækkun upp á einn milljarð króna frá fyrra ári.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.550 milljónum króna í fyrra samanborið við 2.693 milljónir árið 2023 og lækkaði því um 42,4% milli ára.