Nýjast á Local Suðurnes

Hvessir hressilega – Getur leitt af sér varasamar aðstæður

Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um land allt og gilda þær út þriðjudag. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hér á svæðinu megi búast við norðan 13–20 m/s og hviður yfir 25 m/s.

þetta getur leitt af sér varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig vind, segir í tilkynningunni og því vill lögregla sérstaklega vara við eftirfarandi:


Stór ökutæki, húsbílar og ferðavagnar – eru í aukinni hættu.

Hviður geta auðveldlega gripið trampólín, garðhúsgögn og aðra lausa muni – vinsamlegast tryggið nærumhverfið ykkar!

Tökum höndum saman og tryggjum að ekkert fari forgörðum og á flug.