Nýjast á Local Suðurnes

Hafnað um styrk og fara fram á rökstuðning

Bæjarráð Suðurnesjabæjar hefur lýst yfir miklum vonbrigðum með að enn og aftur skuli umsókn um framlag úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til nauðsynlegra framkvæmda á Garðskaga vera hafnað og mun fara fram á rökstuðning frá sjóðnum vegna þessa.

Umsókn um framlag úr sjóðnum er í samstarfi við Reykjanes Jarðvang og Garðskagi er samkvæmt mælingum næst fjölsóttasti ferðamannastaður á Suðurnesjum á eftir Bláa Lóninu, segir í bókun ráðsins vegna málsins og samþykkti ráðið samhljóða að farið verði fram á rökstuðning fyrir afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á umsókn um styrk til framkvæmda á Garðskaga. Jafnframt að kallað verði eftir upplýsingum frá sjóðnum um framlög til Suðurnesja undanfarin ár í samanburði við önnur landsvæði.