Ný lögreglustöð rís síðar á árinu

Framleiðsla á nýrri lögreglustöð sem reist verður við hlið eldra húsnæðis við Hringbraut 130 í Reykjanesbæ er í fullum gangi, en um er að ræða 480 fermetra byggingu sem mun rísa síðar á árinu.

Jarðvinna er í fullum gangi um þessar mundir. Byggingin samanstendur af 36 einingum og uppfyllir hún kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar. Umsjón verkefnisins er í höndum Stólpa en framleiðandinn er KOMA Modular í Tékklandi.