Öflugir hádegisskjálftar við Grindavík

Suðurnesjamenn hafa fundið fyrir jarðhræringum í hádeginu í dag, en íbúar á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu hafa fundið fyrir að minnsta kosti fimm nokkuð snörpum skjálftum.
Sá stærsti í þessari hrinu mældist 4,4 að stærð samkvæmt vef veðurstofunnar.

















