Nýjast á Local Suðurnes

Nota repjuolíu á stórvirkar vinnuvélar

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia ohf, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli.

Byrjað verður á einu tæki. Útblástur og eyðsla tækisins verða mæld og niðurstöður dregnar saman í skýrslu á vegum Samgöngustofu.