Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna vegna jarðskjálfta­hrin­unn­ar á Reykja­nesskaga. Hrin­an hófst snemma í morg­un og er enn í gangi.

„Íbúar eru hvatt­ir til þess að huga að lausa- og inn­an­stokks­mun­um sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sér­stak­lega að því að ekki geti fallið lausa­mun­ir á fólk í svefni.  Veður­stofa Íslands hef­ur einnig vakið at­hygli á því að grjót­hrun og skriður geti farið af stað í bratt­lendi og því er gott að sýna aðgát við bratt­ar hlíðar,” seg­ir í til­kynn­ing­unni.