Nýjast á Local Suðurnes

Kröpp lægð nálgast – Vara við aðstæðum á Reykjanesbraut og fólk hvatt til að að festa lausa­muni

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Í nótt og á morg­un nálg­ast kröpp og dýpk­andi lægð sunn­an úr hafi og fer þá að hvessa af suðaustri, en gert er ráð fyrir allt að 25 metrum á sekúndu annað kvöld með slagveðursrigningu sunnanlands. Slíkt veður flokkast undir gult ástand samkvæmt kerfi Veðurstofunnar.

“Enga logn­mollu er að sjá í veður­kort­um helgar­inn­ar, enda fleiri öfl­ug veður­kerfi á leiðinni með til­heyr­andi hvassviðri og úr­komu. Því er um að gera að fylgj­ast vel með veður­spám, ekki síst ef leggja á land und­ir fót og muna að tryggja lausa­muni úti í garði og á svöl­un­um, svo þeir tak­ist ekki á loft vind­hviðum,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veðurstofu Íslands.

Í nýjustu spám er lítið eitt dregið úr mestu veðurhæð suðvestanlands, engu að síður er spáð stormi með slagveðursrigningu og hviðum allt að 35 m/s á Reykjanesbraut, Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum.  Hvessir nokkuð snögglega upp úr kl.15 og veður nær hámarki í suðvestanlands skamma stund laust fyrir kl. 18.

Veður­spá­in næstu daga:

Suðaust­an 10-15 m/​s A-til fram­an af morgni og sums staðar rign­ing, en ann­ars frem­ur hæg suðlæg átt og smá skúr­ir eða él. Slydda eða rign­ing um tíma NA-til síðdeg­is og fram á kvöld. Kóln­ar í veðri og hiti 0 til 5 stig síðdeg­is, en fryst­ir NA-til í kvöld.
Vax­andi suðaustanátt á morg­un, 18-25 m/​s, og fer að rigna S- og V-til und­ir kvöld og hlýn­ar í veðri.

Á fimmtu­dag:
Vax­andi suðaustanátt, 18-25 m/​s und­ir kvöld, hvass­ast við fjöll. Tals­verð rign­ing S- og V-til, en lengst af þurrt NA-lands. Hlýn­andi veður, hiti 2 til 7 stig um kvöldið.

Á föstu­dag:
Suðaust­an 18-23 m/​s og tals­verð eða mik­il rign­ing á A-verðu land­inu, einkum á SA-landi, en hæg­ari og skúr­ir eða slydduél V-til. Hiti víða 2 til 7 stig.

Á laug­ar­dag:
Vax­andi sunn­an- og síðan suðaust­nátt með skúra- eða élja­hryðjum, storm­ur og tals­verð rign­ing eða slydda um kvöldið, en hæg­ara og úr­komu­lítið N- og A-lands. Hiti 0 til 5 stig.

Á sunnu­dag:
Lík­lega suðaust­læg átt með élj­um, en áfram hvasst og rign­ing fram eft­ir degi aust­an­lands.

Á mánu­dag og þriðju­dag:
Senni­lega suðaust­læg eða breyti­leg átt með skúr­um eða élj­um víða um land.