Kaupa húsnæði Keilis – Nýta hluta hússins undir starfsemi ráðhúss

Reykjanesbær mun festa kaup á Grænásbraut 910, húsnæði Keilis á Ásbrú, og mun starfsemi ráðhússins flytjast í hluta hússins á meðan á framkvæmdum við Tjarnargötu 12 stendur.
Þetta kemur fram í fundargerð Eignasjóðs Reykjanesbæjar þar sem lagðar voru fram tillögur að útfærslum á nýtingu húsnæðisins fyrir starfsemi ráðhússins. Kaupverð húsnæðisins er ekki gefið upp, en fasteignamat húsnæðisins er rétt rúmar 750 milljónir og brunabótamat rúmir 2,3 milljarðar króna.
Mögulegt er að húsnæðið verði notað fyrir starfsemi menntastofnunar eftir að framkvæmdum líkur við Tjarnargötu 12, segir í fundargerðinni.
Mynd: Allt fasteignasala / Fasteignavefur Vísis.