Nýjast á Local Suðurnes

Kalla eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir frekara tjón

Hafnarráð Suðurnesjabæjst lýsir yfir miklum áhyggjum vegna ástands syðri grjótvarnagarðs og hve hefur dregist að ráðast í þær framkvæmdir sem nauðsynlega þarf að ráðast í til að styrkja garðinn, en málið var tekið fyrir á fundi ráðsins á dögunum.

Ráðið kallar eftir því við Vegagerðina að unnið verði að framkvæmdinni hið allra fyrsta, enda telur hafnarráð að ekki megi bíða öllu lengur eftir framkvæmdum meðal annars til að koma i veg fyrir frekara tjón á mannvirkinu.

Mynd: Suðurnesjabær