Íbúar geti skotist á milli hverfa í Suðurnesjabæ á Grænu bauninni

Íbúar í Suðurnesjabæ munu á næstu vikum geta skotist á milli Garðs og Sandgerðis á Grænu bauninni, þegar veður er vont, en tækin eru talin henta betur en hefðbundin hlaupahjól við þær aðstæður. Um er að ræða samvinnuverkefni sveitarfélagsins og niðursuðurisans Ora, sem einmitt er stærsti söluaðili grænna bauna á landinu.
Til stendur að íbúar geti notað Grænar baunir gegn vægu gjaldi, en þó er möguleiki fyrir áhugasama að fá að prófa tækin í kvöd, 1. apríl, á milli klukkan 21 og 22, alveg ókeypis.



















