Heimsmeistaratitill á fyrsta degi

Team DansKompaní tryggði sér heimsmeistaratitil á fyrsta degi Dance World Cup, stærstu alþjóðlegu danskeppni heims fyrir börn og ungmenni, sem haldin er á Spáni þetta árið.
Atriðið Porcelain, sem samið er af Laufey Soffíu kom sá og sigraði í dag.
Dansarar eru:
Bergrún Embla Hlynsdóttir – Elísabet Rós Júlíusdóttir – Elma Júlía Einarsdóttir – Freydís Erla Ómarsdóttir – Gabriela Rós Gunnarsdóttir – Guðbjörg Antonía Guðfinnsdóttir – Hrafnhildur Embla Ægisdóttir – Íris Freyja Atladóttir – Natalia Dziondziakowska – Rakel Lilja Ragnarsdóttir
Atriðið vann í flokknum Children Small Group Showstopper og keppti þar á móti 30 öðrum atriðum. Með sigrinum fékk hópurinn svo boð á Grand Final.