Öryggismyndavélar á vegum Reykjanesbæjar og lögreglu í miðbænum

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að settar verði upp öryggismyndavélar í miðbæ Reykjanesbæjar. Kaupin á búnaði yrði fjármagnaðar af embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum en uppsetning, viðhald og þrif fjármagnað af Reykjanesbæ. Að mati bæjarráðs mun tilkoma vélanna auka öryggi íbúa og gesta.
Heildarkostnaður sveitarfélagsins er áætlaður um tvær og hálf milljón króna og mun upplýsingatæknideild Reykjanesbæjar fái verkefnið til sín sem snýr að uppsetningu, viðhaldi og þrifum vélanna.