Nýjast á Local Suðurnes

Áfram landris og skjálftavirkni

Landris og jarðskjálftavirkni halda áfram í Svartsengi, virkni hefur verið stöðug síðustu vikur. Að meðaltali mælast um 10 smáskjálftar á dag, flestir þeirra norðan við Grindavík og suður af Stóra Skógfelli. 

Engar breytingar hafa orðið á helstu mælingum sem gefa tilefni til endurskoðunar á hættumati. Ef kvikusöfnun heldur áfram gætu líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi aukist með haustinu. 

Hættumatskort Veðurstofunnar gildir áfram til 15. júlí 2025, að öllu óbreyttu. 

Hægt er að stækka myndina með því að smella á hana.

Myndir: Skjáskot / Veðurstofa Íslands