Hafnargatan breytist í götu í smábæ í Alaska – Sjáðu myndirnar!

Tökur hafa undanfarið farið fram hér á landi á HBO-þáttaröðinni True detective. Ljóst er að landslag á Suðurnesjum mun nokkuð koma við sögu, en tökur hafa þegar farið fram í Vogum við Vatnsleysuströnd í október og nú í Reykjanesbæ.
Hafnargötunni í Reykjanesbæ hefur þannig verið breytt í götu sem á að vera í smábænum Ennis í Alaska, hvar sagan byrjar, eftir því sem næst verður komist.
Vegfarendur hafa því tekið eftir flottum breytingum kvikmyndagerðarmanna á ásýnd miðbæjarins eins og sjá má hér fyrir neðan.










Myndir: Sigurður Björgvin Magnússon og Árni Árnason