Fresta breytingum á skipulagi í kjölfar íbúafundar

Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti á fundi sínum á dögunum að fresta tillögu að breytingu á deiliskipulagi Dalshverfis 2. áfanga, en tillagan snéri að mestu að þéttingu byggðar á svæði við Stapaskóla, þar sem áður var gert ráð fyrir grænu svæði.
Ákvörðun um frestun á tillögunni var tekin í kjölfar íbúafundar um málið, hvar gerðar voru athugasemdir. Þá hafði bæjaryfirvöldum verið afhentur undirskriftalisti gegn fyrirhuguðum breytingum. Au þessa hafði nokkur fjöldi athugasemda verið sendur inn frá íbúum í nágrenninu á athugasemdafresti.
Á fundinum var hinsvegar samþykkt að senda tillögu að breytingu á deiliskipulagi að Dalshverfi 1. áfanga til Skipulagsstofnunar til endanlegrar afgreiðslu, en sú breyting snýr að byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis.