Nýjast á Local Suðurnes

Frábær árangur Suðurnesjafólks á „Sjally Pally“

Grindvíkingurinn Alexander Veigar Þorvaldsson sigraði í karlaflokki á einu glæsilegasta pílukastsmóti sem haldið hefur verið hér á landi, „Sjally Pally“ – Akureyri Open – um síðustu helgi, eftir að hafa lagt Matthías Örn Friðriksson að velli.

Suðurnesjafólk var áberandi í Sjallanum þar sem fjölmargir keppendur lögðu leið sína norður yfir heiðar, en auk Alexanders komust þeir Friðrik Jakobsson og Arngrímur Anton Ólafsson í undanúrslit og þá komst Kitta Einarsdóttir í úrslit í kvennaflokki hvar hún beið lægri hlut gegn Ingibjörgu Magnúsdóttur.

Mynd: Pílukastdeild Þórs