Fjöldi verktaka tekur þátt í rammasamningi vegna viðgerða í Grindavík

Vegagerðin bauð á dögunum verktökum að taka þátt í rammasamningi vegna sprungu- og lagnaviðgerða í Grindavík. Verkefnið er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda. Alls buðu 14 verktakar fram þjónustu sína.

Rammasamningurinn mun gilda í eitt ár með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn tvisvar sinnum. Samningurinn getur því ekki orðið lengri en samtals 3 ár, segir í auglýsingu Vegagerðarinnar.

Eftir því sem næst verður komist mun fyrirkomulag verða þannig að eftirfarandi 14 verktakar munu á næstunni taka þátt í verðkönnunum varðandi ýmis verkefni sem leysa þarf af hendi í sveitarfélaginu.


Víkurfrakt ehf.
Urð og grjót ehf., Reykjavík
Þróttur ehf., Akranes
Sveins verk ehf
Snilldarverk ehf., Hella
Jón og Margeir ehf., Grindavík
Ístak hf., Mosfellsbær
Íslenskir aðalverktakar hf., Reykjavík
Guðlaugsson ehf.
G.G. Sigurðsson ehf.
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ
D.Ing – verk ehf., Garðabær
Borgarverk ehf., Borgarnesi
Berg verktakar ehf., Reykjavík