Nýjast á Local Suðurnes

Farþegum fjölgar – “Markaður­inn hef­ur mikla trú á flugi til Íslands”

Alls fóru 10.580 manns um Kefla­vík­ur­flug­völl á laug­ar­dag en svo marg­ir farþegar hafa ekki farið um völl­inn á ein­um degi frá því 13. mars 2020, eða fyr­ir rúm­um 15 mánuðum. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Isa­via. 

Vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins tók ferðabann til Banda­ríkj­anna gildi 14. mars 2020 og fækkaði farþegum um Kefla­vík­ur­flug­völl mikið næstu vik­una á eft­ir. Frá og með 23. mars var mjög lít­il um­ferð um völl­inn og tengistöðin milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku lokaðist. Bannið er enn í gildi og óvíst hvenær það verður af­numið. Sú breyt­ing hef­ur þó orðið á að full­bólu­sett­ir Banda­ríkja­menn eða þeir sem hafa fengið Covid-19-smit geta komið til Íslands án tak­mark­ana á landa­mær­um.

„Það eru bjart­ari tím­ar fram und­an í rekstri flug­valla og flug­fé­laga eft­ir erfiða tíma vegna heims­far­ald­urs­ins,“ er haft eft­ir Guðmundi Daða Rún­ars­syni, fram­kvæmda­stjóra viðskipta og þró­un­ar hjá Isa­via, í til­kynn­ingu. „Það er ljóst að tengistöðin hjá Icelanda­ir er að fara í gang að nýju. Þá sýna vel heppnað hluta­fjárút­boð Play og nýr kjöl­festu­fjár­fest­ir hjá Icelanda­ir að markaður­inn hef­ur mikla trú á flugi til Íslands og land­inu sem áfangastað nú þegar bólu­setn­ing­ar lina tök heims­far­ald­urs­ins.“

Að viðbættri þeirri fjölg­un ferðamanna sem orðið hef­ur á síðustu vik­um er ljóst að minnst 20 flug­fé­lög verða með ferðir til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í sum­ar. Nú síðast bætt­ist flug­fé­lagið Play í hóp­inn. Þá hef­ur Icelanda­ir fjölgað brott­för­um í hverri viku og banda­ríska flug­fé­lagið United Air­lines hóf flug til Chicago í síðustu viku. Það er nýr áfangastaður fyr­ir United frá Kefla­vík­ur­flug­velli.

Guðmund­ur Daði seg­ir að þó sé mik­il­vægt að hafa í huga að næstu dag­ar geti orðið mjög anna­sam­ir og af­greiðsla hæg í flug­stöðinni á meðan gild­andi sótt­varn­aráðstöf­un­um heil­brigðis­yf­ir­valda er fylgt gagn­vart komuf­arþegum í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.