Nýjast á Local Suðurnes

Eld­ingu sló niður í flugvél Icelanda­ir

Mynd: Icelandair

Eld­ingu sló niður í flug­vél Icelanda­ir, rétt fyr­ir lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli nú síðdeg­is. Guðjón Arn­gríms­son, upp­lýs­inga­full­trúi flug­fé­lags­ins, staðfest­ir þetta í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir Guðjón að um hafi verið að ræða Boeing-vél af gerðinni 767, á leið til lands­ins frá Kaup­manna­höfn með 220 farþega.

„Nú er hún í skoðun til að líta eft­ir mögu­leg­um skemmd­um, eins og alltaf er gert.“